Framtíðarsýn Toyota

Söguslóðir Toyota sportbílanna (8. hluti)

Toyota FT-1 var sýndur á bílasýningunni í Detroit 2014, bílinn var fulltrúi Toyota og sýndi hönnunn sem var byggð á sportbílaarfleiðinni en sýnir jafnframt hugmyndir Toyota um útlit framtíðarsportbíl fyrirtækisins.

Framtíðar Toyota númer 1 eða FT-1

Vélin í Toyota FT-1 er staðsett í framhluta bílsins og bílinn er búinn afturhjóladrifi. Stjórnklefi bílsins er staðsettur nokkuð aftarlega í bílnum, til að jafna út þyngdardreifingu bílsins og gefur bílnum jafnframt þetta klassíska sportbílaútlit. Útlit fram- og hliðarrúða bílsins líkjast einna helst Toyota 2000GT sem kom á markað árið 1967 svo það má vel sjá áhrifin sem eldri sportbílar Toyota hafa á nýjar útfærslur.

Toyota FT-1 skartar djarfari útliti en fyrri sportbílar Toyota. Þetta djarfa útlit kom til vegna átaks innan Toyota sem stuðlaði að því að breyta til og voru hvatningarorð átaksins ástríða og orka. En þetta átak var hluti af 40 ára afmælisfögnuði Calty sem er hönnunarstúdíó Toyota sem staðsett er í Bandaríkjunum.

/
/
 
/
Bíll og ökumaður sem eitt

Toyota S-FR sem var kynntur árið 2015 er góð viðbót við fjölskyldu Toyota sportbílanna. Bílinn er léttur, skemmtilegur í akstri og viðbragðsgóður. Markmið framleiðanda bílsins var að stuðla að því að ný kynslóð ökumanna upplifi aksturánægju undir stýri.

Hönnun bílsins var innblásin af upprunalegu sportbílunum sem voru með langt húdd og litla yfirbyggða stjórnklefa. Lítill og léttur stjórnklefi ásamt vél sem staðsett er í framhluta bílsins, afturhjóladrif og sjálfstæð fjöðrun eru helstu eiginleikar bílsins.

Þessi útfærsla bíður upp á mjúkan akstur og bílinn lætur vel að stjórn sem leiðir til þess að bíll og ökumaður eru sem eitt.

/
/
 
/

Hvaða bílaframleiðandi sem er væri stolltur af sportbílaarfleið sem þessari, þar sem stefnan í framleiðslu var sett á að fara fram úr væntingum og framleiða betri bíl í hvert skipti með það að aðalmarkmiði að veita ánægju í akstri. Framtíðarframleiðendur Toyota sportbílanna halda sig við sömu markmið og stefna á að framleiða jafn ógleymanlega bíla og forrverar sínir.

Kannaðu söguslóðir Toyota sportbílanna

Meira um Toyota

RAV4-tengiltvinnbíllinn, nýjasta hybrid-flaggskipið frá Toyota RAV4-tengiltvinnbíllinn, nýjasta hybrid-flaggskipið frá Toyota Nýi RAV4-tengiltvinnbíllinn er byggður á yfir 20 ára forystuhlutverki Toyota í þróun hybrid-aflrása. Toyota PROACE CITY og PROACE CITY VERSO Toyota PROACE CITY og PROACE CITY VERSO Tilbúnir til verka fyrir þig The new Toyota Camry Hybrid The new Toyota Camry Hybrid The most refined hybrid Ný Toyota Corolla Ný Toyota Corolla Hún er komin aftur
Söguslóðir Toyota sportbílanna
Arfleifð sem nær yfir 50 ára tímabil
Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.