Mikil eftivænting var í aðdraganda þess að fjórða kynslóð Toyota Supra kom á markað árið 1993. Langt tilkomumikið húdd ásamt flæðandi útlínum bílsins líktust einna helst útlínum Toyota 2000GT. Bílinn var gerður úr einstaklega léttum efnivið, efnisþræðir í áklæði voru til að mynda holir að innan til að létta á bílnum og varð það til þess að bíllinn var 100 kg léttari en fyrri útgáfur. Með tilkomu áhrifaríkrar twin-turbóhlaðinnar 3. lítra vél voru afköst bílsins stórkostleg og gaf þessi japanska útgáfa ekkert eftir í krafti miðað við svipaðar útfærslur ítölsku og þýsku ofurbílaframleiðendanna sem voru á markaðnum á þessum tíma.
Toyota Supra fagnað mikilli velgengni í akstursíþróttum á árunum 1995 til ársins 2003. Bílinn tók meðal annars þátt í þekkta Le Mans 24 klukkustunda kappakstrinum, Pikes Peak hill climb kappakstrinum, sem er sagður ekki fyrir lofthrædda auk þess að taka þátt í fjölmörgum innlendum og erlendum mótorsportkeppnum. Auk þess að njóta vinsælda og velgengni í heimi akstursíþrótta þá nýtur Toyota Supra einnig vinsælda meðal viðskiptavina Toyota og bílaáhugamanna um allan heim. Margir þessara áhugamanna hafa lýst því yfir að þeir vonast til að framleiðsla á bílnum verði tekinn upp aftur í nánustu framtíð en bílinn hætti í framleiðslu árið 2003.