RAV4 Plug-in Hybrid - nýtt Hybrid flaggskip Toyota

Sportjeppi af tvöföldum grunni

Nýr RAV4 Plug-in Hybrid byggir á yfir 20 ára forystuhlutverki Toyota í þróun Hybrid aflrása. Hann er öflugri en þó umhverfisvænni og sparneytnari en nokkur annar bíll í sínum flokki.

Skilvirkur Hybrid kraftur

RAV4 Plug-in Hybrid er byggður á TNGA hönnunarstefnu Toyota og búinn snjöllu, rafknúnu AWD-i aldrifskerfi. Í honum sameinast nýjasta Hybrid tæknin frá Toyota og sparneytna 2,5 lítra Dynamic Force-bensínvélin. Full afköst kerfisins nema 306 DIN hö./225 kW* og RAV4 Plug-in Hybrid fer því úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á aðeins 6,2 sekúndum*.

Þrátt fyrir mikil afköst er RAV4 Plug-in Hybrid umhverfisvænni en sambærilegir bílar, þökk sé nýrri og öflugri li-ion rafhlöðu og þróaðra Hybrid kerfi, en koltvísýringslosunin rétt tæplega 29 g/km*.

*Bráðabirgðaniðurstöður WLTP-prófunar, háðar endanlegri gerðarviðurkenningu

/
/
RAV-magnaður

Ökumenn geta valið á milli fjögurra akstursstillinga og skipt hnökralaust á milli Hybrid-og rafaksturs. Þannig nær RAV4 Plug-in Hybrid meira en 65 km* vegalengd á raforkunni einni saman, en í Evrópu er meðalakstursvegalengdin til og frá vinnu 50 km. Rafkerfið getur líka knúið RAV4 Plug-in Hybrid á allt að 135 km hraða á klst. án þess að bensínvélin komi þar nokkuð við sögu, jafnvel við fulla hröðun.

* ef hleðsla rafhlöðu og akstursskilyrði leyfa

Fáguð hönnun

RAV4 Plug-in Hybrid skartar fjölda einstakra útlitseiginleika, svo sem dökkt yfirbragð á grilli, grillumgjörð og við framljós. Nýr sanseraður skrautlisti á neðri framstuðaranum undirstrikar breidd og sterka stöðu bílsins enn frekar. Málmáferð undir afturrúðunni og svört áferð á hlíf undir stuðara gefur til kynna dulda orku bílsins. Nýja 18 og 19 tommu felguhönnunin með ljósri áferð og gráa eða svartri áferð fullkomnar svo útlitið.

Þægindi og glæsilegt útlit í innanrýminu

Hugað hefur verið að hverju smáatriði í innanrýminu með nýrri hönnun á áklæði, riffluðu mynstri og rauðum skreytingum, loftræstingu í sætum og möguleika á glæsilegum vatteruðum, svörtum leðursætum og áberandi rauðum borðum til skrauts.

9'' margmiðlunarsnertiskjárinn, sá stærsti í nokkurri RAV4-gerð til þessa, býður upp á stílhreint og þægilegt notendaumhverfi til að stýra afþreyingar-, upplýsinga- og tengimöguleikum bílsins.

Farangursrýmið er 520 lítrarog er rafhlaða bílsins er svo nett að hún kemst öll fyrir undir gólfi bílsins án þess að mikið sé gengið á hleðslurýmið sjálft. Rafhlaðan á líka sinn þátt í því hve þyngdarmiðja RAV4 Plug-in Hybrid er lág, sem stuðlar að auknum stöðugleika og þægindum í akstri.

/
/
Fullbúinn og vel tengdur

RAV4 Plug-in Hybrid var hannaður til að létta þér lífið. Nýjasta tækni margmiðlunar frá Toyota tryggir öflugri tengingu en nokkru sinni fyrr. Mögulegt er að tengjast snjallsíma í gegnum Apple CarPlay og Android Auto og margvísleg stafræn þjónusta gerir þér kleift að kanna hleðslustöðu rafhlöðunnar, forrita hleðslu bílsins og fjarstýra loftkælingunni.*

Þægindi farþega eru tryggð með möguleikanum* á að hita og kæla framsætin, hita aftursætin og fá þakglugga sem fyllir farþegarýmið af náttúrulegri birtu. Á meðal tæknieiginleika og þæginda eru hiti í stýri, rafknúinn afturhleri með handfrjálsum hreyfiskynjara, gagnlegri 230 V rafmagnsinnstungu í farangursgeymslunni og sjónlínuskjá í lit þar sem ökumaðurinn getur á auðveldan máta séð nauðsynlegar upplýsingar í framrúðunni.

*Búnaðurinn veltur á útfærslunni og aukahlutum

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.