1. Söguslóðir Toyota sportbílanna

SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA

NÆR YFIR MEIRA EN 50 ÁRA TÍMABIL

Frá árinu 1960 hefur Toyota komið fólki á óvart með hönnun sinni á spennandi sportbílum. Margir þessa bíla hafa orðið þekktir og skapað ímynd Toyota síðustu 50 árin.

Upphafið af Toyota sportbílnum

Hver hefði trúað því að Toyota Sport 800 bílinn - fyrsti sportbíllinn sem Toyota framleiddi mynda hafa svona mikil áhrif á framleiðslu Toyota bíla seinna meir eins og raun ber vitni. Bílinn hefur oft verið kallaður Yota-Hachi sem er japanska og þýðir Toyota 8. Bílinn var fyrst sýndur á bílasýningu í Tokyo sem tillaga að sportbíl árið 1962.

790cc vél bílsins sem stjórnaði afturhjólunum var hönnuð með léttleika og kraft í huga. Bílinn stóðst væntingar framleiðanda sinna sem var að búa yfir miklum krafti en samt sem áður sparneytinn en bílinn var með eftirtektarverða bensíneyðslu, allt niður í 3,8 lítra á hverjum 100 km. Sport 800 bílinn er dæmi um hversu langt aftur Hybrid nýsköpun Toyota nær. Hybrid útgáfa af bílnum var útbúinn gasknúnni vél ásamt rafmagnsmótor og nefndist Sport 800 GT Hybrid og var bílinn til sýnis á bílasýningunni í Tokyo árið 1979. 

Vegna áræðanleika og hagkvæmrar bensíneyðslu naut bílinn töluverðra vinsælda meðal ökumanna í akstursíþróttum. Bílinn lenti í þriðja sæti í 24 klukkustunda kappakstrinum í Fuji árið 1967, þar sem tveir fyrstu bílarnir í mark voru af gerðinni Toyota 2000GT. Toyota Sport 800 verður því ekki bara minnst fyrir að vera fyrsti sportbílinn sem Toyota hannar heldur líka sem alvöru kraftmikills sportsbílls sem hægt var að treysta á.

KANNAÐU SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA