1. Fjarmognun
  2. Vaxtalaust Gaedalan Toyota

VAXTALAUST GÆÐALÁN TOYOTA

FJÁRMÖGNUN

Gæðalán Toyota opnar þér nýja leið til að eignast bílinn þinn. Fáðu 40% af verði nýrrar Toyotu að láni án vaxta í allt að þrjú ár.

 
 
Spurningar og svör
 
Geta allir fengið vaxtalaust lán?

Vaxtalaust bílalán er aðeins fyrir einstaklinga. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára+ og standast lánshæfismat og almennar lánareglur.

 

Þarf viðskiptavinur að fara í gegnum greiðslumat?

Það er metið hverju sinni.

 

Hvernig lán er vaxtalaust lán?

Þetta er veðskuldabréf með 1. veðrétti í bílnum sem er fjármagnaður. Ekki er óskað eftir sjálfskuldarábyrgð.

 

Er hægt að fá hærra en 40% lánshlutfall á vaxtalaust lán?

Hámarks lánshlutfall í vaxtalausum lánum er 40%.

 

Hvernig er 60% útborgun greidd?

Viðskiptavinir greiða 60% útborgun með notuðum bíl eða reiðufé.

 

Er hægt að fá lengri lánstíma en 36 mánuði?

Hámarks lánstími í vaxtalausum lánum eru 36 mánuðir.

 

Má greiða lánið upp fyrir lok lánstímans?

Já, og það er ekkert uppgreiðslugjald

 

Er einhver aukakostnaður við lánið?

Engin aukakostnaður er við vaxtalaust lán. Viðskiptavinur greiðir enga vexti, enga verðtryggingu, ekkert þinglýsingargjald, ekkert lántökugjald, ekkert lokagjald og ekkert seðilgjald. Hlutfallstala kostnaðar er því 0%.

 

Getur mánaðarleg greiðslubyrði breyst á lánstímanum?

Greiðslubyrði breytist ekkert, nema greitt sé aukalega inná lánið á tímanum. Þá lækkar greiðslubyrði til samræmis við aukalega innborgun.

 

Má breyta láninu á lánstímanum?

Nei, ekki er hægt að fá veðflutning, yfirtöku láns né aðrar skilmála- eða skuldbreytingar.

 

Hver verður skráður eigandi nýja bílsins?

Viðskiptavinur er skráður eigandi bílsins.

 

Get ég keypt hvaða bíl sem er og fengið vaxtalaust lán?

Nei, varan er aðeins í boði fyrir kaup á nýjum bílum, ekki notuðum.

 

Eru takmörk fyrir því hvað hægt er að kaupa dýran bíl?

Nei, lántaka er frjálst að kaupa bíl í hvaða verðflokki sem er.

 

Má setja annað veð á bílinn?

Ekki er heimilt að bæta öðru vaxtalausu láni á bílinn.

 

Þarf að kaskótryggja bílinn?

Já, kaskótrygging er skilyrði.

 

Hver er munurinn á kostnaði við hefðbundið bílalán og vaxtalaust lán?

Ef tekið er mið af sama lánstíma (36 mánuðir) og sama lánshlutfalli (40%) og bíllinn kostar 4.500.000 kr. er kostnaður fyrir viðskiptavin sem tekur hefðbundið bílalán u.þ.b. 315.000 kr. Ef tekið er vaxtalaust lán þá er kostnaðurinn 0 kr

 

Vaxtalaus lán eru ekki í boði með öðrum sértilboðum