Sölu- og þjónustuaðilar
Opnunartímar söluaðila
Hafðu samband
Mín síða
Ef bíll er settur upp í

Ef bifreið er tekin upp í við kaup á nýrri eru nokkrir mikilvægir þættir sem hafa þarf að í huga, s.s. greiðsla f. eigendaskipti, ástandslýsing, söluskoðun og veðbönd.

Greiðsla fyrir eigendaskipti

Ef bifreið er tekinn upp í við kaup á nýrri þarf seljandi ökutækisins að greiða gjald Skráningarstofunnar vegna eigendaskipta. Gjaldið er að upphæð kr. 2.500 og er innheimt af gjaldkera okkar.

Ástandslýsing

Skriflegar upplýsingar frá seljanda bifreiðar um ástand ökutækisins þarf að fylgja afsali á þar til greindu eyðublaði. Þar greinir seljandi frá því hvaða fylgihlutir koma með bílnum ásamt upplýsingum um ábyrgð og ástand ökutækisins.

Söluskoðun

Söluskoðun er unnin af starfsmönnum okkar. Skoðunin er notuð til að meta ástand bifreiðarinnar og finna rétt verð hennar. Benda skal á að þú sem seljandi ökutækisins hefur fullan rétt til að láta óháðan aðila s.s. Frumherja eða Aðalskoðun söluskoða bílinn þinn.

Veðbönd

Þegar notaður bíll er settur upp í kaup á nýjum er mikilvægt að gera grein fyrir þeim veðböndum sem liggja á bílnum. Veðbönd geta verið margs konar en algengust eru þó bílalán. Bílalán er hægt að flytja á milli bíla (veðflutningar) eða sameina nýju láni (sameiningarlán). Ef önnur veðbönd en bílalán eru áhvílandi þarf seljandi að losa þau áður en hægt er að taka bílinn upp í sem greiðslu.

Veðflutningar

Ef lántaki óskar eftir að flytja núverandi bílalán á milli bíla þarf verðmæti nýja bílsins að vera nægjanlegt til að tryggja að veðhlutfall haldist. Sé óskað eftir að flytja veð á nýjan bíl og kaupandi greiðir sjálfur milligjöfina má að öllu jöfnu gera ráð fyrir að unnt sé að verða við slíkri beiðni, ef eftirstöðvar lánsins séu á þann veg að lánshlutfallið sé ásættanlegt.

Sameiningarlán

Sameiningarlán er kostur fyrir þá sem eru þegar með bílalán en hyggjast kaupa nýja bifreið og þurfa til þess viðbótar fjármagn. Þá er eldri skuldin og viðbótin sameinuð í nýtt lán s.k. sameiningarlán. Forsenda sameiningarláns er að um sé að ræða sömu aðila að samningi og áður, þ.e. sama fjármögnunarfyrirtæki og sama lántakanda. Ekki er hægt að gera sameiningarlán á maka fyrri skuldara.

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.