Sölu- og þjónustuaðilar
Opnunartímar söluaðila
Hafðu samband
Mín síða

Fjármögnunarleiðir

Þegar þú hefur fundið rétta bílinn er næsta skref að velja réttu fjármögnunarleiðina. Algengustu fjármögnunarleiðirnar eru bílalán og bílasamningar en aðrir möguleikar standa þó einnig til boða s.s. bankalán og raðgreiðslur.

Bílalán/Bílasamningur

Bílalán er veðskuldabréf og ert þú því eigandi bílsins frá upphafi. Fjármögnunarfyrirtækið sem þú skiptir við hefur fyrsta veðrétt í bílnum sem tryggingu fyrir bílaláninu. Bílasamningur er kaupleiguform þar sem lánafyrirtækið er skráð eigandi bílsins en lántaki með umráð. Lánað er til allt að 84 mánaða, en hámarkslán getur farið uppí 70 - 75% af kaupverði bíls. Bíllinn þarf að vera kaskótryggður á samningstímanum.

Helstu kostur bílaláns/bílasamnings eru:
  • jafnar mánaðarlegar greiðslur.
  • öllum lántökukostnaði er dreift jafnt á lánstímann.
  • hægt er að greiða aukalega inn á lán eða greiða það upp hvenær sem er á lánstíma.
Kaupleiga

Kaupleiga er kaupleigusamningur milli fjármögnunarfyrirtækis og viðskiptavinar (leigutaka). Í kaupleigu felst að fjármögnunarfyrirtækið kaupir þann bíl sem leigutaki óskar eftir og leigir honum bílinn í umsaminn tíma. Fjármögnunarfyrirtækið er þá skráður eigandi en leigutaki sem umráðamaður. Í lok samningstímans á leigutaki möguleika á að greiða lokaafborgun og eignast bílinn eða nota bílinn sem greiðslu upp í nýjan bíl og gera nýjan samning. Bíllinn þarf að vera kaskótryggður á samningstímanum.

Rekstrarleiga

Gengi: Greiðslur í rekstrarleigu/bílasamningi eru í ísl.kr.

Innifalið í rekstrarleigu: Akstur allt að 20.000 km á ári, olíuskipti, þjónustuskoðanir og annað venjubundið viðhald samkvæmt þjónustubók.

Gjöld: Þegar ný bifreið er afhent þarf að greiða af honum bifreiðagjald. Greiða þarf fyrir eigendaskipti þegar bifreið er sett uppí. Rekstrarleiga er eingöngu fyrir fyrirtæki.

Hvernig er hægt að bera saman lánamöguleika?

Auðveldasta leiðin til að sjá hvaða fjármögnun er ódýrust er að skoða svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar. Hún endurspeglar allan kostnað við lántökuna og þar sem hún er lægst er árlegur kostnaður lánsins lægstur. Það ber þó að hafa í huga að allar forsendur þurfa að vera þær sömu til að lánamöguleikarnir séu sambærilegir. Þú getur fengið upplýsingar um hlutfallstöluna hjá sölumönnum okkar en einnig kemur hún fram á greiðsluyfirlitinu sem þú færð í hendurnar þegar þú ert að velta fyrir þér tilhögun fjármögnunarinnar.

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.