Sölu- og þjónustuaðilar
Opnunartímar söluaðila
Hafðu samband
Mín síða

Hvað ber að hafa í huga við bílakaup

Það er að mörgu að huga þegar kaupa á bíl. Í upphafi þarf að gera sér grein fyrir því hvernig bíl er leitað að og hvernig á að nota hann. Taka þarf m.a. tillit til fjölskyldustærðar, öryggis, þæginda og umhverfis, en einnig þarf að huga að rekstrarkostnaði bílsins, t.d. eldsneytisnotkun og verði á varahlutum og síðast en ekki síst endursölumöguleikum.

Þegar rétti bílinn er fundinn þarf að velja réttu fjármögnunarleiðina. Algengustu fjármögnunar- leiðirnar eru bílalán og bílasamningar, en aðrir möguleikar standa þó einnig til boða. Einnig þarf að huga að tryggingum, en bíll sem er fjármagnaður þarf að vera kaskótryggður allan samningstímann, auk lögbundinnar ábyrgðartryggingar. Nokkrir mikilvægir þættir bætast við ef bifreið er tekin upp í við kaup á nýrri, s.s. greiðsla f. eigendaskipti, ástandslýsing, söluskoðun og veðbönd.

Við hjá Toyota hvetjum alla sem eru í bílahugleiðingum að skoða þessi atriði vel áður en gengið er frá kaupum, en nánari upplýsingar er hægt að fá hjá sölumönnum okkar víðsvegar um landið.

Köku stillingar

Við notum kökur á vefsíðunni okkar til að þjóna þér betur og til að upplifun þín sé sem best.  Ef þú vilt kynna þér frekar köku stillingarnar þá getur þú gert það hér - skoða stillingar.